Um KMÍ
Á döfinni

17.2.2023

Stockfish opnar fyrir innsendingar á verkum í vinnslu

Stockfish kvikmyndahátíðin hefur opnað fyrir innsendingar á verkum í vinnslu.

Með þátttöku gefst aðstandendum kvikmyndaverka sem ekki eru tilbúin til sýningar tækifæri til að kynna verkefnin sín fyrir innlendum og erlendum fjölmiðlum, framleiðendum sem og öðrum áhugasömum.

Verkefnin sem verða fyrir valinu geta átt þess kost að eiga aukna dreifingar- og kynningarmöguleika, bæði hér á Íslandi og erlendis.

Þátttakendur sýna 3-7 mínútna myndbrot úr verkum sínum og að því loknu taka aðstandendur myndarinnar við spurningum úr sal.

Mikill áhugi hefur myndast fyrir þessum viðburði undanfarin ár hjá erlendum blaðamönnum og listrænum stjórnendum annara hátíða. Einnig er þetta kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðafólk alls staðar að til að hittast og mynda tengsl.

Streymt verður beint frá atburðinum fyrir þá sem hafa ekki tök að mæta á staðinn í persónu.

Nálgast má skráningu á vef Stockfish-hátíðarinnar auk frekari upplýsinga.