Stór íslenskur kvikmyndafókus á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo – 13 myndir sýndar
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Sao Paulo í Brasilíu stendur fyrir stærðarinnar norrænum fókus frá 22. október – 4. nóvember þar sem fjöldi kvikmynda frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi verða sýndar. Íslensku kvikmyndirnar eru 13 talsins. Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritshöfundur Þrasta og Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundurHrúta verða viðstaddir fókusinn í boði hátíðarinnar.
Myndirnar 13 verða sýndar í nokkrum flokkum og eru sem hér segir:
New Filmmakers Competition:
Þrestir (2015) – leikstjóri: Rúnar Rúnarsson
Blóðberg (2015) – leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson
Grafir & bein (2014) – leikstjóri: Anton Sigurðsson
International Perspective:
Hrútar (2015) – leikstjóri: Grímur Hákonarson
Sjóndeildarhringur (2015) – leikstjórar: Bergur Bernburg, Friðrik Þór Friðriksson
Fúsi (2015) – leikstjóri: Dagur Kári
Vonarstræti (2014) – leikstjóri: Baldvin Z
Afinn (2014) – leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson
Special Presentation:
Elfjall (2011) – leikstjóri: Rúnar Rúnarsson
Órói (2010) – leikstjóri: Baldvin Z
Mamma Gógó (2010) – leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Nói albínói (2003) – leikstjóri: Dagur Kári
Youth Festival:
Hetjur Valhallar – Þór (2011) – leikstjóri: Óskar Jónasson
Einnig verða framleiðendurnir Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery viðstödd fókusinn og munu halda ræður á umræðuvettvangi sem kallast „Meeting Brazil and the Nordics“. Á umræðuvettvanginum mun fólk úr kvikmyndageirum Brasilíu, Íslands, Danmörku, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands sameinast og ræða nýja möguleika á meðframleiðslu ásamt nýjum dreifingarleiðum, sýningarmöguleikum og nýrri tegund sölu á listrænum kvikmyndum.