Um KMÍ
Á döfinni

24.3.2025

Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar hlýtur tvenn alþjóðleg verðlaun

Stuttmyndin O (Hringur), í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, vann til verðlauna á tveimur kvikmyndahátíðum um helgina.

Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Vilníus í Litáen var myndin valin besta stuttmyndin í sínum flokki. Í umsögn dómnefndar kom fram:

„Við höfum verið svo heppin að horfa á kvikmynd sem snerti okkur djúpt og skyldi eftir tilfinngar hjá okkur í langan tíma á eftir. Við töldum þessa mynd vera afrek í notkun á klassísku kvikmyndatungumáli og hvernig það er notað til að kafa djúpt niður í hringiðu fíknarinnar.“

Jafnframt hlaut hún verðlaun kvikmyndagagnrýnenda á REGARD-stuttmyndahátíðinni í Saguenay í Qébec í Kanada.

O (Hringur) var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðasta haust og hefur hún síðan þá ferðast á milli virtra kvikmyndahátíða. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar og er hún einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025.

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverk. Framleiðandi myndarinnar er Heather Millard.

Ljósmynd: Frá heimsfrumsýningu O (Hringur) á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.