Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar í keppni á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand
Íslenska stuttmyndin O (hringur) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin til keppni á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin fer fram 31. janúar til 8. febrúar 2025.
O (hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í myndinni.
https://www.youtube.com/watch?v=eW2Y5IntkAM
Myndin var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á Ítalíu sumarið 2024. Hún hefur verið sýnd á fjölda virtra kvikmyndahátíða, til að mynda alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valadolid á Spáni, þar sem hún hlaut verðlaun sem besta evrópska stuttmyndin. Hún er í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025.