Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

28.4.2021

Styrkir til sjónvarpsefnis haldast óbreyttir uns breytingar á kvikmyndalögum taka gildi

Í nýrri kvikmyndastefnu til ársins 2030 sem stjórnvöld samþykktu síðastliðið haust var m.a. ætlunin að stofna nýjan fjárfestingasjóð fyrir leikið sjónvarpsefni á árinu 2021. Nú er ljóst að lagabreytingu þarf til að koma slíkum sjóð á laggirnar og mun það ekki nást á þessu þingi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur því ákveðið að veita Kvikmyndamiðstöð Íslands heimild til að veita styrki til sjónvarpsefnis samkvæmt óbreyttu fyrirkomulagi af fjárveitingu til „fjárfestingarsjóðs sjónvarpsefnis“ þar til unnið hefur verið að breytingum á kvikmyndalögum nr. 137/2001 vegna tillagna um breytingu á styrkveitingum til sjónvarpsþáttagerðar. Er þetta gert svo ekki myndist rof í styrkveitingar til sjónvarpsefnis úr kvikmyndasjóði.

Uns þær breytingar hafa verið gerðar á kvikmyndalögum halda því styrkveitingar til gerðar sjónvarpsefnis áfram samkvæmt núverandi skipulagi styrkveitinga úr kvikmyndasjóði.