Um KMÍ
Á döfinni

14.10.2022

Sumarljós og svo kemur nóttin frumsýnd á Íslandi

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin , í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar, verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, 14. október.

https://www.youtube.com/watch?v=ETUDFqA-rCo

Myndin byggist á samnefndri skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson. Sögusviðið er smáþorp á Íslandi og þar segir frá ungum forstjóra sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla, bónda sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukall sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55.

Með aðalhlutverk fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Atli Óskar Fjalarsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Heiða Rún Sigurðardóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Anna María Pitt, Þorsteinn Bachmann, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Ingvarsson, María Dögg Nelson og Hinrik Ólafsson. Framleiðendur eru Heather Millard, Elfar Aðalsteins, Lilja Ósk Snorradóttir og Ólafur Darri Ólafsson.