Á döfinni
Svar við bréfi Helgu frumsýnd á Íslandi
Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur er frumsýnd í dag, 2. september, á Íslandi.
https://www.youtube.com/watch?v=MI4Mj7ii884
Í afskekktum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.
Handrit myndarinnar skrifuðu Ása Helga Hjörleifsdóttir, Ottó Geir Borg og Bergsveinn Birgisson og byggist það á samnefndri skáldsögu Bergvsveins, sem kom út 2010. Með aðalhlutverk fara Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem og Björn Thors. Framleiðendur eru Birgitta Björnsdóttir og Skúli Fr. Malmquist.