Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI-logo

13.9.2022

Fjárheimildir Kvikmyndamiðstöðvar kynntar í fjárlagafrumvarpi 2023

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 , sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti 12. september, eru boðaðar breytingar á fjárheimildum til bæði Kvikmyndamiðstöðvar og Kvikmyndasjóðs.

Ástæða lækkunar framlags til Kvikmyndasjóðs er frestun sérstaks tímabundins fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar til að sporna við niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar til ársins 2024. Árið 2021 voru settar 412 m.kr. af þessu tímabundna fjárfestingarátaki í Kvikmyndasjóð, sem ekki er hægt að halda óbreyttu vegna frestunar fjárfestingarátaksins.

Fjárhæðir í m.kr.
2022 2023 Mism Mism%
Kvikmyndamiðstöð 151,5 101,0 -50,5 -33,3%
Kvikmyndasjóður 1.527,0 1.093,9 -433,1 -28,4%
Til ráðstöfunar 1.678,5 1.194,9 -483,6 -28,8%

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 1.093,9 m.kr. framlögum til Kvikmyndasjóðs árið 2023. Fjárheimildir numu 1.527,0 m.kr. í fjárlögum 2022.

Gert er ráð fyrir 101,0 m.kr. framlagi til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar 2023. Fjárheimildir árið 2022 gerðu ráð fyrir 151,5 m.kr.