Um KMÍ
Á döfinni

10.11.2022

Þrjár íslenskar myndir á kvikmyndahátíðinni í Les Arcs

Þrjár íslenskar kvikmyndir eru sýndar á kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í ár, þar á meðal Berdreymi, eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, sem sýnd verður í nýjum flokki hátíðarinnar sem helgaður er framlögum Evrópulanda til Óskarsverðlaunanna 2023 .

Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, verður sýnd í Hauteur-flokki hátíðarinnar, þar sem áhersla er lögð á ný verk kvikmyndahöfunda. 

Heimildamynd Guðjóns Ragnarssonar og Margrétar Jónsdóttur, Hækkum rána, er svo sýnd í ungmennadagskrá hátíðarinnar sem haldin er í samstarfi við skóla og menntasamtök á svæðinu.

Hátíðin fer fram í frönsku Ölpunum á skíðasvæðinu Les Arcs í Bourg-Saint Maurice og stendur yfir frá 10.-17. desember í ár.

Ljósmynd: Les Arcs Film Festival – ©Maëva Benaiche