Um KMÍ
Á döfinni

28.7.2023

Þrjú íslensk verkefni taka þátt í Nordisk Panorama

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama verður haldin í 34. sinn dagana 21.-26. september í Malmö í Svíþjóð. Þrjú íslensk verkefni taka þátt í Forum-hluta hátíðarinnar í ár.

A Deal With Chaos í leikstjórn Orra Jónssonar og Davíðs Hörgdal Stefánssonar. Framleiðslufyrirtæki er Join Motion Pictures og er myndin hluti af aðaldagskrá Forum.

Paradís Amatörsins í leikstjórn Janusar Braga Jakobssonar. Framleiðslufyrirtæki er Stefnuljós. Myndin tekur þátt sem Wildcard Iceland. 

Rokkamman í leikstjórn Hrafnhildar Gunnarsdóttur. Framleiðslufyrirtæki er Glimrandi.  

Forum-hluti Nordisk Panorama er mikilvægur vettvangur fyrir heimildamyndagerðarfólk í leit að fjármögnun og til kynningar á verkum fyrir erlendum framleiðslufyrirtækjum, sjóðum, sjónvarpsstöðvum, streymisveitum, dreifingaraðilum og kvikmyndahátíðum.