Um KMÍ
Á döfinni

29.9.2023

Tilverur sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum

Tilverur, í leikstjórn Ninnu Pálmadóttur, er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag.

Myndin segir frá manni sem flyst til borgarinnar tilneyddur þegar ríkið tekur jörð hans yfir til virkjunarframkvæmda. Í borginni kynnist hann blaðbera, hinum 10 ára gamla Ara, sem markar upphafið að umbreytingum á lífi beggja.

Tilverur er framleidd af Lilju Ósk Snorradóttur og Hlín Jóhannesdóttur hjá Pegasus. Meðframleiðendur eru Jakub Viktorian og Sarah Chazelle hjá slóvakíska framleiðslufyrirtækinu Nutprodukcia.

Myndin var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og var opnunarmynd RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þetta er fyrsta kvikmynd Ninnu Pálmadóttur í fullri lengd. Handrit myndarinnar er eftir Rúnar Rúnarsson. Með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Hermann Samúelsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson.