Á döfinni
Tímabundið skjól frumsýnd á Íslandi
Heimildamyndin Tímabundi skjól (Temporary Shelter) í leikstjórn Anastasiiu Bortuali verður frumsýnd á Íslandi í dag, 24. febrúar, í Bíó Paradís.
https://www.youtube.com/watch?v=vHitujEmV_c
Úkraínska kvikmyndagerðarkonan Anastasiia Bortuali fékk hæli á Íslandi eftir innrás Rússa 2022. Í myndinni segir hún sögu samlanda sinna sem eins er komið fyrir. Helgi Felixson framleiðir en myndin er unnin í samstarfi Iris Film á Íslandi og Felix Film í Svíþjóð.
Tímabundið skjól var heimsfrumsýnd á TIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, 5. september 2024, einni stærstu kvikmyndahátíð í Norður-Ameríku.