Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

21.12.2021

Kvikmyndamiðstöð auglýsir laus störf - umsóknarfrestur framlengdur til 31. desember

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir starf kvikmyndaráðgjafa og starf sérfræðings í miðlun og stafrænni þróun. Hagvangur annast móttöku umsókna og nánari upplýsingar má finna á vef Hagvangs

Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2021.

Kvikmyndaráðgjafi

Kvikmyndasjóður starfar á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hlutverk Kvikmyndasjóðs er að efla íslenska kvikmyndagerð með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmyndaráðgjafi leggur listrænt mat á umsóknir sem berast til Kvikmyndamiðstöðvar um styrki úr Kvikmyndasjóði, jafnt fyrir leikið efni og heimildamyndir. Matið fer fram með hliðsjón af fjárhags- og framkvæmdaþáttum. Ráðgjafi fylgist jafnframt með framvindu þeirra verkefna sem stuðning hljóta.

Kvikmyndaráðgjafi skal hafa staðgóða þekkingu og/eða reynslu á sviði kvikmynda og má ekki hafa hagsmuna að gæta varðandi úthlutun eða gegna störfum utan Kvikmyndamiðstöðvar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð meðan á ráðningartíma stendur.

Umsækjandi þarf að hafa lokið námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla eða hafa a.m.k. 3ja ára starfsreynslu af einhverri af lykilstöðum í kvikmyndagerð. Krafist er góðrar íslensku- og enskukunnáttu, auk þess er kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur. Mikilvægt er að kvikmyndaráðgjafar hafi góða samskiptahæfileika og eigi auðvelt með að tjá sig jafnt í ræðu og riti.

Kvikmyndamiðstöð leitar að a.m.k. einum ráðgjafa sem þarf að geta hafið störf sem fyrst. Til greina kemur að ráða í fullt starf eða hlutastarf. 

Um tímabundna ráðningu er að ræða og ráðningartími nemur allt að tveimur árum í senn.

Laun taka mið af launakjörum opinberra starfsmanna.

Nánari upplýsingar má finna hér.


Sérfræðingur – miðlun og stafræn þróun

Kvikmyndamiðstöð Íslands óskar að ráða framúrskarandi kröftugan og metnaðarfullan einstakling í starf sérfræðings í miðlun og stafrænni þróun. Hlutverk sérfræðings er að marka stefnu og áætlanir í markaðs- og kynningarmálum og annast stefnumótun, þróun og verkefnastjórn stafrænna lausna.

Viðkomandi mun einnig bera ábyrgð á vefstjórn, gerð og miðlun frétta- og kynningarefnis eftir öflugustu miðlunarleiðum hverju sinni,
bæði hér á landi og alþjóðlega. Vinnur náið með forstöðumanni og öðru starfsfólki KMÍ auk hönnuða, rétthafa og annarra hagaðila.

Önnur helstu verkefni eru að treysta stafræna mörkun KMÍ. Tryggir að kynningar- og markaðsefni á vegum KMÍ styðjist við öflugustu
miðlunarleiðir og hafi skýra ásjónu. Koma auga á tækifæri til miðlunar og vinna að útfærslu með starfsfólki KMÍ. Birting efnis á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum eftir atvikum.

Umsækjandi þarf að hafa:

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af vefstjórn og samfélagsmiðlum
• Reynsla af kynningarstarfi og samskiptum við fjölmiðla
• Verkefnastjórn stafrænna verkefna
• Hugmyndaauðgi og færni í að finna þeim form til útfærslu
• Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar
• Kostnaðarvitund
• Góð samskiptahæfni og reynsla af teymisvinnu
• Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
• Menntun eða góð innsýn í evrópska kvikmyndagerð og dreifingu
• Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu en einkum rituðu máli
• Góð tölvukunnátta

Um nýja stöðu er að ræða og í samræmi við kvikmyndastefnu til ársins 2030 þar sem er m.a. lögð áhersla á að efla kynningarstarf í takt við hraðar breytingar í miðlun og dreifingu kvikmynda.

Laun taka mið af kjörum opinberra starfsmanna.

Nánari upplýsingar má finna hér.


Upplýsingar um störfin veita: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.