Um KMÍ
Á döfinni

10.8.2022

Togolísa á kvikmyndahátíð í Hollywood

Heimildamynd Öldu Lóu Leifsdóttur, Togolísa, verður sýnd á kvikmyndátíðinni City of Angels sem fer fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hátíðin er helguð kvikmyndagerð kvenna.

Myndin fjallar um rokkbúðir í Togo, þar sem 50 stúlkur hittast hvert haust til að spila og syngja gospel sem þær þekkja úr kirkjunni og dansa við vestur-afrískt rapp og popp. 

Hátíðin fer fram dagana  2.-4. september í Hollywood.