Um KMÍ
Á döfinni

12.9.2022

Togolísa hlýtur verðlaun á kvikmyndahátíð kvenna í Los Angeles

Heimildamynd Öldu Lóu Leifsdóttur, Togolísa, var valin besta heimildamyndin (Best Feature Length Doc) á kvikmyndahátíðinni City of Angels Women's Film Festival í Los Angeles, sem fram fór dagana 2.-4. september.

Myndin fjallar um rokkbúðir í Togo, þar sem 50 stúlkur hittast hvert haust til að spila og syngja gospel sem þær þekkja úr kirkjunni og dansa við vestur-afrískt rapp og popp. Í myndinni kynnast áhorfendur stúlkunum sem taka þátt og kennurunum sem stýra búðunum, jafnframt er dregin upp mynd af samfélagi sem hefur gengið í gegnum mikil umskipti og fjallað um breytt viðhorf kvennanna til sjálfs sín og samfélags.