Um KMÍ
Á döfinni

23.6.2022

Trom hlýtur sérstök dómnefndarverðlaun í Monte-Carlo

Þáttaröðin Trom, sem framleidd er í samstarfi Reinvent Studios í Danmörku, Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi, hlaut tvenn verðlaun á sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Monte-Carlo.

Trom hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í flokki leikins sjónvarpsefnis og aðalleikari þáttanna, Ulrich Thomsen, hlaut verðlaun sem besti leikarinn.

Þættirnir byggjast á bókum færeyska rithöfundarins Jógvans Isaksen um rannsóknarblaðamanninn Hannis Martinsson. 

Leikstjórar þáttanna eru tveir, hinn íslenski Davíð Óskar Ólafsson og Kasper Barfoed.