Um KMÍ
Á döfinni

7.7.2023

Tvö íslensk verkefni valin í Cinekid Script LAB

Cinekid Script LAB er sex mánaða langt námskeið þar sem handritshöfundar fá sérsniðna þjálfun í gerð barnaefnis.

Í ár taka tveir handritshöfundar frá Íslandi þátt, þau Gunnar Theodór Eggertsson með verkefnið Drauga-Dísa (framleiðandi: Go to Sheep) og Clarisse Charrier með verkefnið Snjóbylurinn mikli (framleiðandi Tulipop Studios). Alls taka 18 þátt í námskeiðinu, frá 10 löndum, undir handleiðslu þaulreyndra þjálfara.

Námskeiðið fer fram í Hollandi á meðan Cinekid-hátíðinni stendur í október 2023 og í Þýskalandi þegar alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín fer fram í febrúar. Handritshöfundar fá þar þjálfun í handritaskrifum og kynningu á eigin verkefnum, samhliða því að styrkja tengslanet og kynnast öðrum handritshöfundum hvaðanæva að úr Evrópu.

Cinekid-hátíðin er ein helsta margmiðlunarhátíð heims fyrir barnaefni og var haldin í fyrsta sinn fyrir rúmum 30 árum. Frekari upplýsingar má finna á vef Cinekid.