Um KMÍ
Á döfinni

20.6.2023

Una Lorenzen hlýtur verðlaun í Shanghai

Stuttmyndin Að elta fugla, eftir Unu Lorenzen, hlaut verðlaun sem besta teiknaða stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Shanghai í Kína. Hátíðin hófst 9. júní og lauk með verðlaunaafhendingu 18. júní.

Að elta fugla er kanadísk-íslensk samframleiðsla, framleidd af Unité Centrale og íslenska framleiðslufyrirtækinu Compass Films. Una leikstýrir og skrifar handrit myndarinnar. 

Myndin er saga um litla stelpu sem leikur sér að því að elta fugl í gegnum óreiðukennt tímabil umbreytinga.

Að elta fugla hlaut hlaut nýverið verðlaun á Prends ça court og Rendezvous Quebec Cinema. Áður hafði hún verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF 2022.