Um KMÍ
Á döfinni

7.3.2023

Una Lorenzen vinnur til verðlauna í Montreal og Quebec

Stuttmynd Unu Lorenzen, Að elta fugla, vann til tvennra verðlauna á liðnum dögum, annars vegar hlaut hún Globalex-verðlaunin á Prends ça court sem fram fer í Montreal og hins vegar verðlaun fyrir bestu kvikuðu stuttmyndina á Rendezvous Quebec Cinema sem er hátíð helguð kvikmyndagerð frá Quebec.

https://vimeo.com/752595740?embedded=true

Myndin er saga um litla stelpu sem leikur sér að því að elta fugl í gegnum óreiðukennt tímabil umbreytinga.

Að elta fugla hefur áður unnið til verðlauna á RIFF 2022 og verið sýnd á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í Ottawa, Vancouver og Kingston í Kanada. Myndin er kanadísk-íslensk samframleiðsla, framleidd af Unité Centrale og Compass Films. Una Lorenzen leikstýrir og skrifar handrit myndarinnar.