Um KMÍ
Á döfinni

7.3.2023

Una Lorenzen vinnur til verðlauna í Montreal og Quebec

Stuttmynd Unu Lorenzen, Að elta fugla, vann til tvennra verðlauna á liðnum dögum, annars vegar hlaut hún Globalex-verðlaunin á Prends ça court sem fram fer í Montreal og hins vegar verðlaun fyrir bestu kvikuðu stuttmyndina á Rendezvous Quebec Cinema sem er hátíð helguð kvikmyndagerð frá Quebec.

https://vimeo.com/752595740?embedded=true

Að elta fugla er handteiknuð mynd um hliðarheim. Við langt borð sitja fjórir ótengdir hópar fólks sem hver trúir að sinn veruleiki sé sá eini rétti, þar til nokkur spilakort, rúllandi flaska og lítill fugl tengja þau saman og fær þau til að efast um eigin tilveru.

Myndin hefur áður unnið til verðlauna á RIFF 2022 og verið sýnd á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í Ottawa, Vancouver og Kingston í Kanada.

Að elta fugla er kanadísk-íslensk samframleiðsla, framleidd af Unité Centrale og Compass Films. Una Lorenzen leikstýrir og skrifar handrit myndarinnar.