Um KMÍ
Á döfinni

11.5.2021

Upplýsingar varðandi umsóknir til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands

Kvikmyndagerðarmönnum gefst kostur á að sækja um hina ýmsu styrki úr Kvikmyndasjóði allt árið um kring. Í rafrænu umsóknargáttinni er ítarlegur listi yfir það sem þarf að fylgja umsóknum. Því miður hefur þeim tilvikum fjölgað að ófullbúnum umsóknum sé skilað inn í gáttina sem veldur óþarfa töfum við mat og meðferð umsókna.

Nú hefur verið ákveðið, vegna fjölda innsendra umsókna, að ef umsókn telst ekki fullnægjandi, það er vantar gögn sem beðið er um í umsóknarkerfinu, þá fá umsækjendur athugasemdarbréf, umsókninni er lokað og umsækjandi sækir um aftur þegar hún er tilbúin og fullnægjandi gögn send inn. Er með þessu verið að styrkja verkferla og framkvæmd við móttöku umsókna.

Í umsóknarkerfi KMÍ er innra svæði umsækjenda þar sem hægt er að skoða umsóknir sem viðkomandi hefur sent inn, ef umsókn sem umsækjandi sendi inn er ófullnægjandi er hægt að afrita/klóna þá umsókn og bæta við þeim gögnum sem upp á vantar og laga umsókn.