Um KMÍ
Á döfinni

5.4.2023

Úrslitin í Sprettfisk 2023

Á laugardaginn fór fram uppskeruhátíð stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar í Bíó Paradís. Líkt og í fyrra voru afhent verðlaun í fjórum flokkum: Leikið efni, heimildarverk, tilraunaverk og tónlistarmyndbönd. Hámarkslengd í öllum flokkum var 30 mínútur. 

Sjötíu og átta verk bárust í keppnina og stóðu dómnefndir í ströngu við að leggja mat á efnið. Sigurvegarar Stockfish hljóta vegleg verðlaun, sem RÚV, Kukl og Trickshot leggja til. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og aðgengilegar í spilara RÚV.

LEIKIÐ EFNI

Sigurvegari í leiknu efni var verkið Felt Cute eftir Önnu Karín Lárusdóttur. Dómnefndina skipuðu Björn Thors, Tinna Hrafnsdóttir og Ragnheiður Erlingsdóttir og hlýtur siguverkið að launum eina milljón króna í úttekt frá tækjaleigunni KUKL, 700.000 krónur í peningaverðlaun frá RÚV og 200.000 króna úttekt í formi þjónustu frá Trickshot.

Felt CuteFramleiðendur Felt Cute, þeir Erlendur Sveinsson og Kári Úlfsson

Umsögn dómnefndar:

The director of the winning short film takes the audience on an effective journey into the mind of a youth trying to figure out his place in the world. The standout performance of the young actor particularly impressed the jury as well as the strong directorial voice of this tender and touching short film.

Dómnefndin gaf einnig verkinu My Promised Land sérstaka viðurkenningu.

Umsögn dómnefndar:

A special mention goes to a film with a distinctive visual approach. The director is unafraid to blend an exaggerated tone with a traditional period narrative. Exploring such difficult themes as xenophobia and internalized misogyny in a dystopian, almost expressionistic style, transforms this simple story into a bold short film.

HEIMILDAVERK

Sigurvegari í flokki heimildaverka var Keep F****** Going eftir Marie Lydie Bierne. Dómnefndina skipuðu Ingibjörg Halldórsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Víðir Sigurðsson og hlýtur sigurverkið að launum 500.000 krónur í úttekt frá tækjaleigunni KUKL, 700.000 króna peningaverðlaun frá RÚV og 200.000 króna úttekt í formi þjónustu frá Trickshot.

Leikstjóri og framleiðandi verksins Keep F****** Going, Marie Lydie Bierne

Umsögn dómnefndar

The winning film gently welcomes the audience into an intimate space, where a group of people who don't feel accepted within the norms of society share their darkest moments. They have created a space where “weirdness” is celebrated, not just accepted. The subjects are honest and the director obviously has their trust.

The film is personal, moving and well crafted.

TILRAUNAVERK

Verkið Story of A Blue Girl, eftir Öldu Ægisdóttur, var sigurvegari í flokki tilraunaverka. Dómnefndina skipuðu Hilke Rönnfelt, Sunneva Weisshappel og Vigdís Jakopsdóttir og hlýtur sigurverkið að launum 250.000 krónur í úttekt frá tækjaleigunni KUKL, 300.000 króna peningaverðlaun frá RÚV og 200.000 króna úttekt í formi þjónustu frá Trickshot.

Alda Ægisdóttir, leikstjóri verksins Story of a Blue Girl.

Umsögn dómnefndar:

A mesmerizing journey that invites the viewer into a universe that the filmmaker created with originality, skill and a singular personal vision. As a viewer you are eager to see this world expand.

TÓNLISTARMYNDBAND

Tónlistarmyndbandið Ásgeir – Snowblind eftir Erlend Sveinsson var sigurvegari í flokki tónlistarmyndbanda. Dómnefndina skipuðu Eilífur Örn Þrastarson, Hrefna Hagalín og Dóra Jóhannsdóttir og hlýtur sigurverkið að launum 250.000 krónur í úttekt frá tækjaleigunni KUKL, 300.000 króna peningaverðlaun frá RÚV og 200.000 króna úttekt í formi þjónustu frá Trickshot.

Erlendur Sveinsson, leikstjóri tónlistarmyndbandsins Ásgeir - Snowblind.

Umsögn dómnefndar:

SNOWBLIND is an artistic and thought-provoking music video which truly stood out. The video's dystopian atmosphere was beautifully juxtaposed with the stunning natural landscapes of Iceland, creating a hauntingly beautiful and eerie ambiance.

The story was powerfully conveyed through striking visuals and emotionally charged performances. The use of lighting, color, and sound design helped to enhance the overall mood and tone of the video.

Overall, we found this music video to be captivating and compelling blending storytelling skillfully with visual aesthetics.