Um KMÍ
Á döfinni

18.12.2024

Veðurskeytin heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam

Kvikmyndin Veðurskeytin (Storm Alerts) í leikstjórn Bergs Bernburg verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, sem fram fer 30. janúar - 9. febrúar 2025.

Myndin er sýnd í Harbour-flokki hátíðarinnar.

https://www.youtube.com/watch?v=Yu0rFjawzkU

Veðurskeytin er leikin heimildarmynd sem fjallar um stormasöm tímamót í lífi ástríðufulls fræðimanns; dramatísk vegferð inn á óþekkt svæði mannshugans. Doktor í norrænum fræðum frá Cambridge háskóla, sem hefur unnið til mikilla afreka á sínu sviði, þarf skyndilega að endurskoða líf sitt þegar hann er greindur með geðhvörf. Hann þarf annað hvort að takast á við andleg veikindi sín á hefðbundinn hátt eða finna nýja leið til að lifa með nýjum áskorunum á eigin forsendum, með þeim veðrabrigðum sem vænta má.

Handrit myndarinnar skrifar Bergur Bernburg ásamt Jóni Atla Jónassyni. Framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson, Magnús Árni Skúlason, Margrét Jónasdóttir og Bergur Bernburg.