Um KMÍ
Á döfinni

3.9.2021

Verbúð vinnur til aðalverðlauna á Series Mania

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð vann til aðalverðlauna í alþjóðlegri keppni á Series Mania sjónvarpsþáttahátíðinni sem fór fram í Lille í Frakklandi dagana 26. ágúst - 2. september. Þættir 1 og 2 voru heimsfrumsýndir á hátíðinni en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Rúv á annan í jólum.

Verbúð fjallar á dramatískan hátt um afleiðingar kvótakerfis fyrir lítið þorp, en Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason sjá um handritsgerð. Leikstjórn er í höndum Gísla Arnar, Björns Hlyns og Maríu Reyndal og með aðalhlutverk fara Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur og Gísli Örn. Vesturport framleiðir þættina í samstarfi við RÚV, ARTE og Turbine Studios. 

Allar nánari upplýsingar um Series Mania má finna hér