Um KMÍ
Á döfinni

20.3.2023

Verbúðin hlutskörpust á Eddunni

Edduverðlaunin voru afhent á hátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sunnudaginn 19. mars. 

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin hlaut þar flest verðlaun, eða alls níu, þar á meðal sem besta leikna sjónvarpsefni ársins og fyrir besta handrit ársins. Aðalleikarar Verbúðarinnar, Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, fengu að auki verðlaun fyrir frammistöðu sína.

Kvikmyndin Berdreymi, í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, var valin kvikmynd ársins og Hlynur Pálmason, leikstjóri Volaða lands, var valinn leikstjóri ársins. Velkominn Árni, eftir Viktoríu Hermannsdóttur og Allan Sigurðsson, var valin heimildamynd ársins. 

Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, var heiðruð á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndageirans.

„Við vitum öll sem stöndum á kantinum hvað þarf mikið til að gera góða mynd og hvað mikil vinna er á bak við velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar,“ sagði Laufey í ræðu sinni. „Það er bæði sköpunarkrafturinn sem þarf, það er fagmennskan, það er ótrúleg þrautseigja og þor. Síðan til að fíra í þessu öllu saman er mjög mikilvægt að treysta á stuðning stjórnvalda sem hafa svo sannarlega staðið við bak greinarinnar. Auðvitað viljum við öll mikið meira og öðruvísi og það allt, en það er frábært að eiga þennan trausta stuðning, án þess væri þetta ekki hægt. Það er líka sérstaklega ánægjulegt hvað Kvikmyndastefnan hefur styrkt stoðirnar enn fremur í kvikmyndanámi, kvikmyndalæsi og svo framvegis.“

Ágúst Guðmundsson fékk heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir framlag sitt til íslenskrar kvikmyndalistar.

Ágúst var lykilmaður í þeirri  miklu sköpunarbylgju sem átti sér stað í íslenskri kvikmyndagerð á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur hann verið einn farsælasti kvikmyndaleikstjóri landsins. Í ræðu sinni fór hann yfir það sem hefur breyst síðan hann tók upp sína fyrstu mynd, Land og syni, árið 1979. 

„Hvaða listgrein hefur blómstrað betur en einmitt kvikmyndagerðin á þessu tímabili. Kvikmyndagerðin hefur orðið stóriðja sem veltir milljörðum og er löngu hætt að vera baggi á ríkinu, hafi hún nokkurn tímann verið það. Þá eru ónefnd hin raunverulegu verðmæti; menningarverðmætin. Því ef við viljum halda áfram að tala íslensku þá verðum við að halda áfram að framleiða menningarefni á íslensku. Ekki síst alls kyns lifandi myndir fyrir kvikmyndahús, sjónvarp og alla aðra myndmiðla.“

Sýnt var frá verðlaunahátíðinni í beinni útsendingu á RÚV . Vinningshafar Eddunnar 2023 voru eftirfarandi:

Kvik­mynd

Ber­d­reymi

Leik­stjórn

Hlyn­ur Pálma­son fyr­ir Volaða land

Hand­rit

Mika­el Torfa­son, Björn Hlyn­ur ­Har­alds­son og Gísli Örn Garðars­son fyr­ir Ver­búðina

Leik­ari í aðal­hlut­verki

Gísli Örn Garðars­son fyr­ir Ver­búðina

Leik­kona í aðal­hlut­verki

Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir fyr­ir Ver­búðina

Leik­ari í auka­hlut­verki

Björn Thors fyr­ir Svar við bréfi Helgu

Leik­kona í auka­hlut­verki

Anita Briem fyr­ir Svar við bréfi Helgu

Leikið sjón­varps­efni

Ver­búðin

Heim­ild­a­mynd

Vel­kom­inn Árni

Stutt­mynd

Hreiður

Barna- og ung­linga­efni

Randalín og Mundi: Dag­ar í des­em­ber

Frétta- eða viðtalsþátt­ur

Kveik­ur

Íþrótta­efni

Jón Arn­ór

Mann­lífsþátt­ur

Leit­in að upp­run­an­um

Menn­ing­arþátt­ur

Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in

Skemmtiþátt­ur

Ára­móta­s­kaup 2022

Sjón­varps­maður

Vikt­oría Her­manns­dótt­ir

Brell­ur

Guðjón Jóns­son (VFX Supervisor) Monop­ix, ShortCut, MPC, Uni­on VFX og Film­ga­te fyr­ir Against the Ice

Bún­ing­ar

Mar­grét Ein­ars­dótt­ir og Re­bekka Jóns­dótt­ir fyr­ir Ver­búðina

Gervi

Krist­ín Júlla Kristjáns­dótt­ir fyr­ir Ver­búðina

Tónlist

Her­dís Stef­áns­dótt­ir og Kjart­an Dag­ur Holm fyr­ir Ver­búðina

Hljóð

Gunn­ar Árna­son fyr­ir Skjálfta

Klipp­ing

Kristján Loðmfjörð fyr­ir Ver­búðina

Kvik­mynda­taka

Maria von Hausswolff fyr­ir Volaða land

Leik­mynd

Atli Geir Grét­ars­son og Ólaf­ur ­Jónas­son fyr­ir Ver­búðina

Upp­töku- eða út­send­inga­stjóri

Salóme Þor­kels­dótt­ir fyr­ir ­Söngv­akeppn­ina 2022

Heiður­sverðlaun

Ágúst Guðmunds­son