Um KMÍ
Á döfinni

14.12.2021

Verbúðin tilnefnd til handritaverðlauna Norðurlandanna

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason eru tilnefndir til verðlauna fyrir besta handrit sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Verbúðin. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) stendur fyrir verðlaununum sem verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þann 2. febrúar 2022.

Verbúðin fjallar á dramatískan hátt um afleiðingar kvótakerfis fyrir lítið þorp, en Gísli Örn, Björn Hlynur og María Reyndal leikstýra þáttaröðinni. Framleiðendur eru Nana Alfredsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn og Björn Hlynur fyrir Vesturport.

Gautaborgarhátíðin er stærsta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndum og stendur frá 28. janúar til 6. febrúar 2022.

Hér má lesa nánar um tilnefninguna og verðlaunin.