Á döfinni
Verbúðin tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna
Sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna, Prix Europa, í flokki leikins sjónvarpsefnis.
Verbúðin var sýnd á RÚV í vetur, við mikil og góð viðbrögð. Í þáttunum er fjallað um afleiðingar kvótakerfisins fyrir lítið þorp. Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason skrifuðu handrit þáttanna og Vesturport framleiddi þá í samstarfi við RÚV, ARTE og Turbine Studios.
Áður hafa sjónvarpsþáttaraðirnar Ófærð, Ráðherrann, Flateyjargátan og Fangar verið tilnefnd til verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis. Ófærð hlaut verðlaunin 2016.
Prix Europa verðlaunin verða afhent í Berlín í Þýskalandi í október.