Um KMÍ
Á döfinni

5.10.2025

Verðlaunahafar RIFF 2025

Verðlaunaafhending RIFF, alþjóðlegar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2025, fór fram í Norræna húsinu laugardagn 4. október.

Spænska myndin Kynlegt fljót (Estrany Riu á katalónsku, Strange River á ensku), hlaut Gullna lundann.

Umsögn dómnefndar:

„Dómnefndin hefur ákveðið einróma— eftir umræðu þar sem formlegir bæði og ljóðrænir þættir myndarinnar voru vandlega metnir — að veita verðlaun keppnisflokksins VITRANIR frumraun hins efnilega katalónska leikstjóra Jaume Claret Muxart.

Þroskasaga myndarinnar — sem birtast í aðdráttarafli gegnum nýjar tilfinningar , en jafnframt sem vígsluferð meðfram töfrandi fljóti — gerir leikstjóranum kleift að opinbera bráðþroska og fullburða hæfileika sína sem aldrei tapa sér í stílbrögðum eða formlegheitum.

Uppgötvun löngunar — sem opinberun nýrrar tilveru og tilfinninga — gerir leikstjóranum kleift að semja flókna sinfóníu ósagðra en djúpt skynjaðra orða, fyrirboðar heims sem enn bíður þess að verða uppgötvaður.

Af þessum ástæðum heiðrar dómnefndin með hlýju og djúpri hrifningu hæfileika Jaume Claret Muxart og hina djúpu, róttæku og byltingarkenndu fegurð kvikmyndarinnar Strange River.“

 

Þá var Memory Traces eftir Grímu Irmudóttur valin besta íslenska stuttmyndin. 

Umsögn dómnefndar:

„Dómnefndin kunni afar vel að meta úrval íslenskra stuttmynda í ár, þar sem margar sterkar myndir tóku þátt og hæfir keppendur stigu fram.

Í vinningsmyndinni metum við einkum tengslin milli landslagsins og persónanna og hvernig náttúran færir fjölskylduna nær saman í sorginni.

Með kröftugu myndmáli sem og hljóðheimi býður myndin okkur að upplifa missinn ásamt móður og dætrum hennar.

Við sjáum greinilega nýja og sérstæða rödd vera að mótast – með sterka sjálfsmynd, löngun til að leika sér með form og áferð og hugrekki til að taka áhættu í frásagnaraðferð varðar.

Verðlaunin fyrir bestu íslensku stuttmyndina hljóta MINNINGASPOR eftir Grímu Irmudóttur.“

 

The Art of Giving eftir Karin Rós Wiium var valin besta íslenska nemamyndin. Í umsögn dómnefndar segir:

„Dómnefndin í ár hreifst mjög af metnaði og gæðum stuttmyndanna sem nemendur lögðu fram. Framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar lofar góðu og spennandi tímar eru framundan .

Vinningsmyndin bar af því hún er meitluð að kjarnanum með nákvæmri leikstjórn. Viðkvæmt viðfangsefni er dregið fram á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Með því að afhjúpa sárin sem ganga frá móður til dóttur verður myndin að andspyrnuverki sem stuðlar að því að rjúfa vítahring ofbeldis. Þótt sögunni sé haldið þéttri og stuttorðri felur hún í sér mörg lög og skilur eftir rými til íhugunar.“

Danska myndin Smákarl gegn Pútín (Mr Nobody Against Putin) hlaut verðlaunin sem besta mynd í flokknum Önnur framtíð. Kanadíska stuttmyndin Fadeaway eftir Brendan Prost hreppti Gullna eggið, sem er keppnisflokkur með stuttmyndum eftir efnilegt kvikmyndagerðarfólk sem tekur þátt í RIFF Talent Lab.

Besta alþjóðlega stuttmyndin var valin Náman (The Mine / L‘Mina) eftir Randa Maroufi. Myndin Hinsta kveðja frá Gaza (Put Your Soul on Your Hand and Walk) eftir Sepideh Farsi hlaut svo verðlaun dómnefndar unga fólksins.

Frekari upplýsingar um verðlaunamyndirnar má finna á vef RIFF .