Um KMÍ
Á döfinni

6.1.2023

Villibráð frumsýnd

Kvikmyndin Villibráð verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, 6. janúar. Hún verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Sambíóunum Kringlunni, Álfabakka, Egilshöll, Akureyri, Keflavík og í Smárabíói.

Myndin segir frá sjö vinum sem fara í eldfiman samkvæmisleik í matarboði í Vesturbænum. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela. 

https://www.youtube.com/watch?v=X5aDoDK6twQ

Leikstjóri myndarinnar er Elsa María Jakobsdóttir, sem skrifar einnig handritið ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni. Framleiðendur eru Þórir Snær Sigurjónsson, Arnar Benjamín Kristjánsson og Ragnheiður Erlingsdóttir, fyrir Zik Zak kvikmyndir.

Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.