Um KMÍ
Á döfinni

10.12.2018

Víti í Vestmannaeyjum vinnur til verðlauna á Ale Kino barnakvikmyndahátíðinni

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson vann til verðlauna á Ale Kino barnakvikmyndahátíðinni í Poznan síðastliðinn laugardag. Hátíðin er með sérstakan fótboltamyndaflokk og vann kvikmyndin í þeim flokki. Verðlaunin bera heitið The Football Goats, en Gullnu geiturnar eru bæði merki borgarinnar Poznan og merki verðlaunanna á hátíðinni. 

Víti í Vestmannaeyjum hefur nú unnið til fjögurra verðlauna. Myndin hlaut verðlaun fyrir bestu mynd í fullri lengd að mati barnadómnefndar á Chicago International Children‘s Film Festival í Bandaríkjunum, auk þess að hljóta tvenn verðlaun á Schlingel kvikmyndahátíðinni. Annars vegar Chemnitz verðlaun alþjóðlegar dómnefndar hátíðarinnar og hins vegar sérstök dómnefndarverðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar.

Meira um Ale Kino International Young Audience Film Festival má finna hér.