Um KMÍ
Á döfinni

17.12.2018

Víti í Vestmannaeyjum vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni SIFFCY

Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri kvikmyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum, hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni SIFFCY (Smile International Film Festival for Children & Youth). Hátíðin fór fram dagana 10. - 16. desember 2018 í Nýju Delí, Indlandi. 

Víti í Vestmannaeyjum vann fyrr í desember til verðlaunanna The Football Goats á Ale Kino barnakvikmyndahátíðinni. Myndin hlaut verðlaun fyrir bestu mynd í fullri lengd að mati barnadómnefndar á Chicago International Children‘s Film Festival í Bandaríkjunum, auk þess að hljóta tvenn verðlaun á Schlingel kvikmyndahátíðinni. Annars vegar Chemnitz verðlaun alþjóðlegar dómnefndar hátíðarinnar og hins vegar sérstök dómnefndarverðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar.

Hér er hægt að lesa nánar um kvikmyndahátíðina SIFFCY