Volaða land hlýtur sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíð BFI og verðlaun í Ungverjalandi
Verðlaunaathöfn kvikmyndahátíðar BFI, Kvikmyndastofnunar Bretlands, fór fram í London um helgina. Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, var þar tilnefnd sem besta myndin en mynd Marie Kreutzer, Corsage, hlaut aðalverðlaunin, meðan Volaða land hlaut sérstaka viðurkenningu í flokkinum.
Myndin keppti um helgina einnig um verðlaun á kvikmyndahátíðinni Alexandre Trauner Art/Film Festival í Szolnok í Ungverjalandi. Þar bar hún sigur úr í býtum fyrir framúrskarandi leikmyndahönnun.
Leikmyndahönnuður myndarinnar er Frosti Friðriksson og færði hann dómnefnd hátíðarinnar þakkir fyrir í uppteknum skilaboðum. Í dómnefnd sat rómað kvikmyndagerðarfólk, Jeannine Oppewall, leikmyndahönnuður, sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna, Kristóf Deák, leikstjóri sem unnið hefur til Óskarsverðlauna, og Gábor Szabó, kvikmyndatökumaður.
Volaða land hlaut fyrir skemmstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian.
Til stendur að myndin verði frumsýnd á Íslandi í janúar 2023.