Um KMÍ
Á döfinni

13.9.2022

Volaða land seld til yfir 40 landsvæða

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, hefur verið seld til yfir 40 landa og landsvæða síðan hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. 

Janus Films í Bandaríkjunum, MM International í Suður-Kóreu, Birfilm í Tyrklandi og Arthouse Traffic í Úkraínu eru á meðal dreifingaraðila sem nýverið hafa keypt sýningarrétt á myndinni.

Volaða land var sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada og Telluride-hátíðinni í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian í september og á BFI London Film Festival í október.

Myndin er framleidd af danska framleiðslufyrirtækinu Snowglobe og hinu íslenska Join Motion Pictures. Pólska sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu myndarinnar. Fyrirtækið hefur átt í góðu samstarfi við íslenska kvikmyndagerðarmenn um nokkurt skeið og fer einnig með sölu kvikmyndar Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Berdreymi.