Á döfinni
Volaða land tilnefnd sem besta myndin á kvikmyndahátíð BFI
Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, keppir um verðlaun sem besta myndin á kvikmyndahátíð Kvikmyndastofnunar Bretlands, sem fer fram í London 6.-16. október.
Volaða land er á meðal átta tilnefndra mynda: Argentina, 1985, eftir Santiago Mitre; Brother, eftir Clement Virgo; Corsage, eftir Marie Kreutzer; The Damned Don‘t Cry, eftir Fyzal Boulifa; Enys Men, eftir Mark Jenkins; Nezouh eftir Soudade Kaadan, og Saint Omer eftir Alice Diop.
Dómnefnd verðlaunanna verður kynnt á næstu vikum en verðlaunahafi verður kynntur í vefútsendingu 16. október.
Þetta er í 66. sinn sem hátíð BFI í Lundúnum fer fram. Stofnað var til verðlaunanna 2009 og varð leikstjórinn Jacques Audiard sá fyrsti til að hreppa þau, fyrir kvikmyndina Un prophète.