Um KMÍ
Á döfinni

28.4.2020

Helstu kvikmyndahátíðir heimsins kynna stafrænu hátíðina: „We Are One: A Global Film Festival“

Stærstu alþjóðlegu kvikmyndahátíðir heimsins taka höndum saman í samstarfi með streymisveitunni Youtube og kynna stafrænu kvikmyndahátíðina „We Are One: A Global Film Festival“ sem mun hefjast þann 29. maí. Um er að ræða tíu daga stafræna hátíð sem er skipulögð af Tribeca Enterprises. Á meðal hátíða sem taka þátt eru það alþjóðlegu kvikmyndahátíðirnar í Berlín, Cannes, Feneyjum, San Sebastian og Toronto. 

Hátíðinni verður streymt í gegnum hlekkinn Youtube.com/WeAreOne dagana 29. maí - 7. júní. Dagskráin, sem verður ókeypis, mun m.a. fela í sér kvikmyndir, stuttmyndir, heimildamyndir, tónlist og samtöl. Nánar verður tilkynnt um dagskránna síðar. 

We Are One