Um KMÍ
Á döfinni

13.10.2021

Wolka frumsýnd á Íslandi

Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson fer í almennar sýningar hérlendis þann 15. október. Myndin verður sýnd í Sambíóum og í Bíó Paradís. Myndin var frumsýnd á Íslandi þann 6. október síðastliðinn á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. 

Wolka stikla

Wolka fjallar um hina 32 ára Önnu sem fær reynslulausn úr fangelsi í heimalandi sínu Póllandi þar sem hún hefur afplánað 15 ára dóm fyrir morð. Frelsinu fegin ákveður Anna að fórna öllu með því að brjóta skilorð sitt og ferðast til Íslands þar sem hún þarf að horfast í augu við fortíð sína.

Wolka er síðasta kvikmynd Árna Ólafs sem lést fyrr á þessu ári. Myndin er íslensk/pólsk samframleiðsla og íslenskir framleiðendur eru Hilmar Sigurðsson og Beggi Jónsson fyrir Sagafilm. Með helstu hlutverk fara Olga Bołądź, Eryk Lubos og Anna Moskal.