Young Nordic Producers Club 2025 óskar eftir umsóknum
Vinnustofan Young Nordic Producers Club verður haldin í 14. sinn 15. – 18. maí 2025 samhliða kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Vinnustofan er ætluð upprennandi framleiðendum frá Norðurlöndunum til þess að styrkja tengslanet, læra af reyndu fagfólki í kvikmyndageiranum og öðlast dýrmæta innsýn í alþjóðlega samframleiðslu kvikmyndaverka.
Allt að 24 framleiðendur, sem starfa hjá framleiðslufyrirtæki eða hafa stofnað sitt eigið, geta tekið þátt í vinnustofunni.
Þátttökugjald er 195 € og umsóknarfrestur er til 14. mars, fyrir kl. 14 CET.
Kvikmyndamiðstöð Íslands er aðili að Young Nordic Producers Club og tekur þátt í ferðakostnaði þeirra sem komast inn. Þátttakendur sjá sjálfir um gistingu á meðan á vinnustofunni stendur.
Hér er hægt að lesa nánar um vinnustofuna og umsóknarferlið. Tengiliður er Tina í Dali Wagner, tina@filmgreb.dk, og berast umsóknir til hennar.
Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimilisfang, ferilskrá, upplýsingar um fyrirtæki og henni skal fylgja kynningarbréf. Einnig er beðið um að eftirfarandi setningar, settar í forgangsröð umsækjanda, fylgi umsókn:
- My primary interest lies in financing and co-production aspects.
- My primary interest lies in distribution and sales matters.
- My primary interest lies in development and content aspects.
Noemi Ferrer, stofnandi ráðgjafateymisins Yes & Noe, og Tina í Dali Wagner, stjórnandi Filmgreb, standa að vinnustofunni.