Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndahátíðir

Helstu kvikmyndahátíðir haldnar á Íslandi, í stafrófsröð, ásamt frekari upplýsingum um þær.

ALÞJÓÐLEG BARNAKVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK

Alþjóðalega barnakvikmyndahátíðin fer fram í Bíó Paradís og miðar að því að færa börnum og unglingum á Íslandi áhugaverðar barna- og unglingakvikmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim en væru annars ekki sýndar hér á landi. Hátíðin var haldin fyrsta sinni árið 2013. Verndari hennar er Vigdís Finnbogadóttir.

ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK (RIFF)

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík var haldin fyrsta sinni árið 2004. Lögð er áhersla á framsæknar og fjölbreyttar kvikmyndir. Markmið RIFF er að standa fyrir nýsköpun í kvikmyndaiðnaði, samfélagslegri og menningarlegri samræðu og síðast en ekki síst frekari uppbyggingu á alþjóðlegu tengslaneti.

ICEDOCS - ICELAND DOCUMENTARY FILM FESTIVAL

IceDocs var haldin í fyrsta skipti í júlí árið 2019 á Akranesi. Hátíðin býður upp á yfir 50 alþjóðlegar heimildamyndir, auk sérviðburða, vinnustofu fyrir ungmenni og sérstaka barnadagskrá.

SKJALDBORG – HÁTÍÐ ÍSLENSKRA HEIMILDAMYNDA

Skjaldborgarhátíðin á Patreksfirði sýnir fjölbreytt úrval af nýjum íslenskum heimildamyndum, bæði stuttar myndir og myndir og í fullri lengd. Skjaldborgarhátíðin var fyrst haldin árið 2007.

STOCKFISH 

Kvikmyndahátíðin Stockfish er er samstarfsverkefni allra hagsmunaaðila í kvikmyndageiranum á Íslandi. Hátíðin er Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni og leggur áherslu á evrópska kvikmyndagerð og starfar með það að markmiði að efla og styrkja íslenska kvikmyndamenningu.