Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2016

Birtist upphaflega á Klapptré þann 2. apríl 2017 og er birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra.

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2016.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (Sarpur, tímaflakk, VOD o.fl.)

Um öll verk gildir að ef verk er endursýnt á árinu er áhorf á fyrstu og aðra sýningu (og fleiri eftir atvikum) lagt saman.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Engar stuttmyndir voru frumsýndar í sjónvarpi 2016.

Endursýningum á eldri verkum hefur verið sleppt að þessu sinni.

Einnig er rétt að benda á að sumar tölur eru námundaðar, á það sérstaklega við um verk sem sýnd eru í bútum (með auglýsingahléum) en nokkuð flókið er að finna út hárnákvæmt áhorf á slíkar sýningar. Tölurnar eru þó nærri lagi.

 

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2016

 

Heiti Stöð   Fjöldi þátta Fjöldi sýninga Áhorf%  Áhorfendur 
Ófærð RÚV  9 2.mar 66*** 133.100
Ligeglad RÚV  6 2 34,2*** 82.764
Búi RÚV  1 1 20,8 50.336
Borgarstjórinn Stöð 2   9 2.mar 12,6*** 30.492
Þær tvær Stöð 2  9 1.feb 4,2*** 10.164
***Meðaláhorf á þátt.| Athugið að í tilfelli Ófærðar eru aðeins tíndir til þeir níu þættir sem sýndir voru á árinu 2016 (Fyrsti þáttur var sýndur undir lok árs 2015). 

 


Áhorf á bíómyndir 2016

 

Heiti Stöð Fjöldi þátta Fjöldi sýninga Áhorf% Áhorfendur
Hrútar RÚV   1 1 37,8 91,476
Afinn RÚV   1 1 36,3 87,846
Fyrir framan annað fólk RÚV   1 1 19,7 47,674
Fúsi RÚV   1 1 17,3 41,866
Grimmd Stöð 2  1 1 11,4 27,588


Áhorf á heimildamyndir 2016

 

Heiti Stöð   Fjöldi þátta Fjöldi sýninga Áhorf%  Áhorfendur 
Popp- og rokksaga Íslands RÚV  7 2.jún 31,9*** 77.198
Dagur í lífi þjóðar RÚV  1 2 26,3** 63.646
Stóra sviðið RÚV  8 1.mar 22,1*** 53.482
Humarsúpa innifalin RÚV  1 2 21,7** 52.514
Sundið RÚV  1 2 20,8** 50.336
Svartihnjúkur RÚV  1 1 20,2 48.884
Íslenska krónan RÚV  1 1 15,5 37.510
Þeir sem þora RÚV  1 1 11,6 28.072
Höfundur óþekktur RÚV  1 2 10,8** 26.136
Megas og Grímur RÚV  1 1 10,6 25.652
Stansað, dansað og öskrað RÚV  1 2 10,4** 25.168
Svanfríður RÚV  1 2 8,6** 20.812
Vikingo RÚV  1 1 8,6 20.812
Það er gott að vera hér RÚV  1 1 7,6 18.392
Biðin RÚV  1 1 5 12.100
**Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)

 


Um KMÍ