Áhorf á íslenskt sjónvarpsefni 2017

Birtist upphaflega á Klapptré þann 16. janúar 2018 og er birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra.

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, stuttmyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2017.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (Sarpur, tímaflakk, VOD o.fl.)

Um öll verk gildir að ef verk er endursýnt á árinu er áhorf á fyrstu og aðra sýningu (og fleiri eftir atvikum) lagt saman.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Stuttmyndir eru sýndar í heilu lagi og því um heildaráhorf að ræða.

Endursýningum á eldri verkum er sleppt.

Einnig er rétt að benda á að sumar tölur eru námundaðar, á það sérstaklega við um verk sem sýnd eru í bútum (með auglýsingahléum) en nokkuð flókið er að finna út hárnákvæmt áhorf á slíkar sýningar. Tölurnar eru þó nærri lagi.

Verði lesendur varir við villur er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Athugasemd varðandi Stellu Blómkvist:

Þessi þáttaröð sem frumsýnd var í haust, er sú fyrsta á íslandi sem frumsýnd er í streymiþjónustu eingöngu (Sjónvarp Símans Premium). Áhorfsmælingar Gallup ná því ekki til þáttanna. Hinsvegar hefur Síminn gefið það út að spilanir á þáttunum hafi verið alls 230 þúsund 2017. Engin leið er að staðfesta það af óháðum aðila, en bent skal á að Síminn, sem skráð félag í Kauphöll Íslands, er skylt að gefa út réttar upplýsingar.

Áhorfstölur fyrir Stellu Blómkvist hér að neðan eru því nokkurskonar “lærð ágiskun”. Forsendurnar eru þessar: 230 þúsund spilanir á sex þáttum gera 38,333 spilanir á þátt að meðaltali (ekki er vitað hvort þetta sé rétt tala á þátt). Jafnframt er gert ráð fyrir að 2 horfi að meðaltali á þátt (aftur, engin leið að vita með vissu). Þannig fást út prósentu- og áhorfendatölur. Hér er því um hreina ágiskun að ræða, en með þessum forsendum. Það skal undirstrikað að ágiskunin um áhorfstölur á þættina er alfarið Klapptrés.

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2017

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
*Sjá útreikning niðurstöðu fyrir ofan | **Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)
FangarRÚV6252***125,840
Líf eftir dauðannRÚV2133.4***80,828
Stella BlómkvistSjónvarp Símans Premium6131.7*76,714
LoforðRÚV33-424.6***59,532
SteypustöðinStöð 212211.3***27,346
HulliRÚV828.5***20,570

Áhorf á íslenskar bíómyndir 2017

HeitiStöðHlutarFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
**Meðaláhorf á hluta
ReykjavíkRÚV2121.8**52,756
ÞrestirRÚV1121.752,514
HjartasteinnRÚV1118.845,496
Þetta reddastRÚV1112.229,524
FrostRÚV1110.926,378

Áhorf á heimildamyndir 2017

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
**Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)
Jökullinn logarRÚV1340.1**97,042
Ránsfengur (Ransacked)RÚV1227.1**65,582
Out of Thin Air (Sporlaust)RÚV1122.153,482
Spólað yfir hafiðRÚV2219.3**46,706
Heiti potturinnRÚV1318.6**45,012
Fjallabræður í EnglandiRÚV1116.840,656
Jóhanna: síðasta orustanRÚV2214.7**35,574
Ljúfi VatnsdalurRÚV1214.7**35,574
Keep FrozenRÚV1213.6**32,912
InnSæiRÚV1111.527,830
OpnunRÚV6211.3***27,346
Sýning sýninganna (The Show of Shows)RÚV114.611,132

Áhorf á stuttmyndir 2017

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
**Samanlagt áhorf.
Leitin að LivingstoneRÚV1127.165,582
KarlsefniRÚV1125.862,436
HjónabandssælaRÚV1225.8**62,436
Brynhildur og KjartanRÚV1125.762,194
RegnbogapartýRÚV1117.943,318
UngarRÚV111536,300
Góður staðurRÚV1110.324,926


Um KMÍ