Verk í vinnslu
Eldri verk

Bráðum verður bylting!

Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason

Árið 1970, í kjölfar mikilla efnahagsþrenginga, var pólitískt andóf fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi. Tveir atburðir stóðu upp úr: sendiráðstakan í Stokkhólmi í apríl og sprenging stíflu í Laxá. Þarna voru á ferð róttækir námsmenn og róttækir bændur. Á sama tíma gripu konur til róttækari baráttuaðferða og Rauðsokkahreyfingin var stofnuð.

Titill: Bráðum verður bylting!
Enskur titill: You say you want a revolution
Tegund: Heimildakvikmynd

Leikstjóri: Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason
Handritshöfundur: Anna K. Kristjánsdóttir, Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason
Framleiðandi: Hjálmtýr Heiðdal
Stjórn kvikmyndatöku: Hjálmtýr Heiðdal
Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir
Tónlist: Hallur Ingólfsson

Titlagerð og animation: Una Lorenzen

Myndbrellur: Jón Axel Egilsson
Framleiðslufyrirtæki: Seylan ehf.

Framleiðsluland: Ísland
Lengd: 72'
Upptökutækni: HD

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Þróunarstyrkur 2016 kr. 900.000
Framleiðslustyrkur 2017 kr. 12.000.000
Endurgreiðslur kr. 1.728.390

Ríkisstyrkur fyrir verkefnið nemur 74% af heildarkostnaði kvikmyndarinnar

.