Verk í vinnslu
Eldri verk

Hækkum rána

Guðjón Ragnarsson

Árið 2015 var körfuboltaflokkur fyrir stelpur stofnaður á Íslandi. Þjálfarinn var óvenjulegur og hækkaði í sífellu rána. Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum. Þetta er saga 8-13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði tókust þær á við það mótlæti sem því fylgdi.

Titill: Hækkum rána
Enskur titill: Raise the bar

Leikstjóri: Guðjón Ragnarsson
Framleiðandi: Margrét Jónasdóttir
Meðframleiðandi: Outi Rousu

Kvikmyndataka: Guðjón Ragnarsson, Tómas Marshall
Klipping: Jakob Halldórsson, Ingibjörg Ásmundsdóttir
Tónlist: Ragga Gísla, Pétur Jónsson
Hljóðhönnun: Pietri Koskinen
Handritsráðgjafi: Iikka Vehkalathi

Framleiðslufyrirtæki: Sagafilm
Meðframleiðslufyrirtæki: Pystymetsä Oy

Lengd: 70 mín
Upptökutækni: HD
Sýningarform: DCP

Tengiliður: Margrét Jónasdóttir (margretj@sagafilm.is)


KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Þróunarstyrkur 2019 kr. 5.000.000
Framleiðslustyrkur 2020 kr. 9.000.000
Endurgreiðsla kr. 13.057.362

Ríkisstyrkur fyrir verkefnið nemur 41% af heildarkostnaði kvikmyndarinnar.