Verk í vinnslu
Eldri verk

Hvítur, hvítur dagur

Hlynur Pálmason

Hvítur, hvítur dagur segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.

Titill: Hvítur, hvítur dagur
Enskur titill: A White, White Day
Tegund: Drama

Leikstjóri/handrit: Hlynur Pálmason
Framleiðandi: Anton Máni Svansson 
Meðframleiðendur: Katrin Pors, Mikkel Jersin,
Eva Jakobsen, Nima Yousefi, Anthony Muir
Stjórn kvikmyndatöku: Maria von Hausswolff
Klipping: Julius Krebs Damsbo
Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir
Hljóðhönnun: Lars Halvorsen
Leikmyndahönnuður: Hulda Helgadóttir
Búningahöfundur: Nina Gronlund
Tónlist: Edmund Finnis

Framleiðslufyrirtæki: Join Motion Pictures
Meðframleiðslufyrirtæki: Film I Vast, Snowglobe, Hob ab
Upptökutækni: 35 mm
Lengd: 108 min.
Framleiðslulönd: Ísland/Danmörk/Svíþjóð 

Áætluð frumsýning: haust 2019

Tengiliður: anton@jmp.is
Sölufyrirtæki: New Europe Film Sales (jan@neweuropefilmsales.com)

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Handritsstyrkur I 2014 kr. 400.000
Handritsstyrkur II 2014 kr. 600.000
Handritsstykur III 2015 kr. 800.000
Þróunarstyrkur I 2018 kr. 2.500.000
Framleiðslustyrkur 2018 kr. 110.000.000
Endurgreiðslur kr. 25.330.325

Ríkisstyrkur fyrir verkefnið nemur 65% af heildarkostnaði kvikmyndarinnar.