Verk í vinnslu
Eldri verk

Leikur

Þórunn Hafstað

Heimildamyndin Leikur er könnunaleiðangur inn í heim leiksins. Þar er blákaldur hversdagsleikinn litríkur, tilgangsleysið hið göfugasta markmið, áhættu gert hátt undir höfði og öllu taumhaldi sleppt af ímyndunaraflinu. Leiksvið myndarinnar er daglegt líf á einstökum leikskóla sem loka á vegna niðurskurðar og er myndinni ætlað að undirstrika mikilvægi leiksins í samfélagi hraða, skilvirkni, rökhugsunnar og öryggisstaðla.

Titill: Leikur
Enskur titill: PLAY

Leikstjóri: Þórunn Hafstað 
Handrit: Þórunn Hafstað, Federico Delpero Bejar

Framleiðendur: Þórður Jónsson, Heather Millard
Stjórn kvikmyndatöku: Þórunn Hafstað og Þórður Jónsson
Klipping: Þórunn Hafstað
Framleiðslufyrirtæki: Compass Films, heather@spierfilms.com 

Styrkt af: KMÍ, Creative Europe MEDIA Development Fund
Framleiðsluland: Ísland
Áætluð frumsýning: haust 2019
Lengd: 60 mín
Sýningarform: DCP

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Þróunarstyrkur 2016 kr. 900.000
Framleiðslustyrkur 2017 kr. 12.000.000