Ljósvíkingar
Snævar Sölvason
Ljósvíkingar fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í sínum heimabæ yfir sumartímann. Þá dreymir um að geta haft opið allt árið um kring og þegar óvænt tækifæri þess efnis bankar upp á, tilkynnir Björn vini sínum að hún sé trans kona og muni framvegis heita Birna. Þessar breytingar reyna á vináttuna og þurfa þau bæði að horfast í augu við lífið á nýjan hátt til þess að bjarga því sem mestu máli skiptir.
Titill: Ljósvíkingar
Enskur titill: Odd Fish
Leikstjóri: Snævar Sölvason
Handrit: Snævar Sölvason
Framleiðandi: Júlíus Kemp, Ingvar Þórðarson
Meðframleiðendur: Jukka Helle, Markus Selin, Karla Stojáková, Sophie Mahl
Stjórn kvikmyndatöku: Birgit Gudjonsdottir
Tónlist: Magnús Jóhann Ragnarsson
Aðalhlutverk: Björn Jörundur Friðbjörnsson
Arna Magnea Danks, Vigdís Hafliðadóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir
Helgi Björnsson, Pálmi Gestsson, Gunnar Jónsson, Hjálmar Örn Jóhannsson
Búningahöfundur: Arndís Ey
Leikmynd: Gus Ólafsson
Framleiðslufyrirtæki: The Icelandic Film Company.
Meðframleiðslufyrirtæki: Solar Films, Neutrinions Production, Filmkolektiv, Saga Film.
Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis: Raven Banner
Sölu- og dreifingarfyrirtæki innanlands: Sena
Vefsíða: www.kisi.is
Upptökutækni: Arri Alexa HD
Tengiliður: Júlíus Kemp – kemp@kisi.is
KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Framleiðslustyrkur 2023 kr. 110.000.000
Handritsstyrkur II árið 2014 kr. 600.000
Handritsstyrkur III 2016 kr. 800.000