Verk í vinnslu
Eldri verk

Magn

Steinþór Birgisson

Fylgst er með flutningi tímaháðra hljóðskúlptúra Magnúsar Pálssonar 2013-2015 og framvinda þeirra fléttuð saman við bjástur hans og amstur, útréttingar og uppgötvanir. Listamaðurinn kafar í feril sinn innan um verkin meðan haustlitaferð ásamt vinum miðar áfram í átt að sumarbústaðnum á Skjön í Dölum þar sem myndinni lýkur með ljúfu andvarpi.

Titill: Magn
Enskur titill:
Opus Magni

Leikstjóri: Steinþór Birgisson
Handritshöfundur:
Steinþór Birgisson, Sigurður Ingólfsson
Framleiðandi:
Sigurður Ingólfsson
Meðframleiðandi:
Steinþór Birgisson
Stjórn kvikmyndatöku:
Steinþór Birgisson
Klipping:
Steinþór Birgisson
Tónlist:
Einar Hrafnsson, Mímir Völundarson
Framleiðslufyrirtæki:
Steintún
Meðframleiðslufyrirtæki:
Víðsýn - kvikmyndir
Styrkt af:
Kvikmyndamiðstöð Íslands

Framleiðsluland: Ísland
Áætluð frumsýning:
2017
Lengd:
85 mínútur
Upptökutækni:
HD RAW
Sýningarform:
DCP

Styrkir KMÍ fyrir verkefnið: 
Handritsstyrkur 2013 kr. 400.000
Framleiðslustyrkur 2017 kr. 10.000.000