Verk í vinnslu
Eldri verk

Margt býr í Tulipop

Sigvaldi J. Kárason

Hin uppátækjasama Gló og heimakæri bróðir hennar Búi lenda í ævintýrum á eldfjallaeyjunni Tulipop, þar sem þau búa. Með í för er loðna skógarskrímslið Freddi, sem þekkir eyjuna eins og lófann á sér en er gjarn á að koma sér í vandræði. Skrautlegir íbúar eyjunnar þurfa að læra að umgangast Tulipop af virðingu, enda er náttúran síbreytileg og full af kyngimögnuðum kröftum. Með því að takast á við alls kyns uppákomur uppgjötva íbúarnir verðmæti vináttunnar og fjölbreytileikans.

Titill: Margt býr í Tulipop
Enskur titill: Tulipop tales
Tegund: Animation

Leikstjórar: Sigvaldi J. Kárason
Handrit: Gunnar Helgason, Davey Moore
Framleiðandur: Helga Árnadóttir, Guðný Guðjónsdóttir

Framleiðslufyrirtæki: Tulipop Studios

Tengiliðir: Guðný Guðjónsdóttir - gudny@tulipop.com, Helga Árnadóttir - helga@tulipop.com

Upptökutækni:
Animation
Áætlað að tökur hefjist: 2021
Sala og dreifing erlendis: SVT (Svíþjóð), NRK (Noregi), ERR (Estonian Public Broadcasting), TV Slovenia, SF Studios (Nordic countries), Home Entertainment

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Handritastyrkur II. hluti 2020 kr. 1.000.000
Framleiðslustyrkur 2021 kr. 50.000.000

KMÍ styrkur fyrir verkefnið nemur 23.2% af heildarkostnaði kvikmyndarinnar.