Verk í vinnslu
Eldri verk

Nýr dagur í Eyjafirði

Magnús Leifsson

Stuttmyndin Nýr dagur í Eyjafirði er byggð á samnefndu ljóði eftir Halldór Laxness Halldórsson og hverfist um Aron, karlmann á fertugsaldri. Myndin er ljóðræn framsetning á fegurð og harmi og tilraunum söguhetjunnar til að fylla upp í
merkingarleysi og tómarúm með því að máta sig við staðalímyndir. Einlægni hefur vikið fyrir neysluhyggju og karlmannlegum klisjum og Aron er fangi lífernis sem þrengir að honum á allan hátt. Við fyrstu sýn virðist það passa honum vel, jafnvel of vel. Þegar betur er að gáð leynist hins vegar ýmislegt undir yfirborðinu. Áhorfendur fylgja söguhetjunni í gegnum rússíbanareið og sjá mismunandi augnablikum bregða fyrir. Sum eru merkingarþrungnari en önnur en saman mynda þau eina heild líkt og bitar í púsluspili. Ferðalagið endar upp í Eyjafirði þar sem yfirborðsmennskan fær að
víkja og lífið fær tilgang á ný.

Titill: Nýr dagur í Eyjafirði
Enskur titill: dovetail

Leikstjóri: Magnús Leifsson
Handrit: Mangús Leifsson
Framleiðendur: Ada Benjamínsdóttir, Árni Þór Jónsson, Lárus Jónsson
Stjórn kvikmyndatöku: Ásgrímur Guðbjartsson 
Klipping: Sigurður Eyþórsson
Aðalhlutverk: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir

Framleiðslufyrirtæki: Republik

Framleiðsluland: Ísland
Framleiðsluár: 2019
Sýningarform: DCP
Lengd: 14 mín


Tengiliður: Lárus Jónsson - lalli@republik.is

KMÍ styrkir til verkefnisins:
Framleiðslustyrkur 2018 kr. 5.500.000