Verk í vinnslu
Eldri verk

Síðasta áminningin

Hafsteinn Gunnar

Ísland er langminnsta þjóðin sem kemur liði inn á Heimsmeistaramótið í fótbolta og hefur saga íslenska landsliðsins vakið heimsathygli. En getur verið, að krafturinn sem hefur gert þessa drengi að kraftaverkamönnum, sé sá sami og hefur orðið Íslendingum að fótakefli í gegnum aldirnar? Og getur verið, að trú landsmanna á eigið ágæti sé reist á veikum grunni, en sé um leið þeirra sterkasta vopn? Hvað geta leikmenn íslenska landsliðsins, og aðrir þjóðþekktir viðmælendur, sagt okkur um litla þjóð sem virðist þrá að heimurinn taki eftir sér?

Titill: Síðasta áminningin
Enskur titill: 
Tegund: Heimildamynd

Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Handritshöfundur: Guðmundur Björn Þorbjörnsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Framleiðandi: Singri Páll Kjartansson, Sigurjón Sighvatsson
Stjórn kvikmyndatöku: Árni Filippusson
Hljóð: Björn Viktorsson


Framleiðslufyrirtæki: Kalt vor 
Framleiðsluland: Ísland

Lengd: 62 mín

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Framleiðslustyrkur 2018 kr. 11.000.000
Endurgreiðslur kr. 1.250.776

KMÍ styrkur fyrir verkefnið nemur 77% af heildarkostnaði kvikmyndarinnar.