Verk í vinnslu
Eldri verk

Síðasta haustið

Yrsa Roca Fannberg

Það húmar að hausti þar sem vegurinn endar að Krossnesi í Árneshreppi. Þar er sveitabær Úlfars og eiginkonu hans og fjölskyldan kemur til þeirra til að aðstoða við smölun. Barnabörnin koma úr borginni til að taka þátt en hjónin hafa ákveðið að bregða búi svo þetta er síðasta haustið sem þau smala. Hér er á ferðinni einstök innsýn inn í samband mannsins við náttúruna og dýrin. Í þessari heimildarmynd verðum við vitni að umbreytingu sem kallast á við söguna og alla bændurna sem standa í sömu sporum í fortíð og framtíð.

Titill: Síðasta haustið      
Enskur titill:
The Last Autumn

Leikstjóri: Yrsa Roca Fannberg
Handritshöfundur: Yrsa Roca Fannberg, Elín Agla Bríem
Framleiðandi: Hanna Björk Valsdóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Carlos Vásquez Méndez
Klipping: Federico Delpero Bejar
Framleiðslufyrirtæki: Akkeri films & Biti aptan bæði
Hljóð: Björn Viktorsson 
Tónlist: Gyða Valtýsdóttir

Tengiliður: hannabjork@gmail.com

Styrkt af: Kvikmyndasjóði, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Framleiðsluland: Ísland
Áætluð frumsýning: 2019
Lengd: 60 mín
Upptökutækni: 16mm
Sýningarform: DCP

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Framleiðslustyrkur 2016 kr. 13.000.000