Verk í vinnslu
Eldri verk
  • Son of a very important man

Between Heaven and Earth

Najwa Najjar

Tamer, sonur frægs byltingarmanns sem var drepinn á níunda áratugnum í Beirut, og Salma, Palestinsk kona frá Nazareth, hafa verið gift í fimm ár og hafa búið á palestinsku sjálfstjórnarsvæðunum. 

Í fyrsta skipti sem Tamer fær leyfi til að ferðast til Israel er til þess að skila inn skilnaðar pappírum.
Þegar þau mæta í ráðhúsið bíður þeirra óvænt uppgötvun þegar þau uppgötva fortíð Tamers og foreldra hans. 

Leyndarmál föður hans sem hefur verið grafið í áratugi um ástarævintýri með Íröskum gyðingi sendir Tamer og Sölmu á tilfinningaríkt ferðalag í leit að sannleikanum þar sem þau finna meira en fortíðina jafnvel líka sjalfa sig í nútíðinni.   Þau hafa 72 klukkutíma til að finna út úr þálum fortíðar og koma með rétta pappíra í ráðhúsið áður en leyfi Tamers fellur úr gildi og þau þurfa að snúa aftur á vesturbakkann.

Titill: Between Heaven and Earth

Leikstjóri/handrit: Najwa Najjar
Framleiðandur: Hani E. Kort, Najwa Najjar
Meðframleiðendur: Fahad Jabali, Paul Thittges, Eilif Dagdeviren
Stjórn kvikmyndatöku: Tómas Tómasson

Framleiðslufyrirtæki: Oktober Productions, Paul Thittges Distribution, Edge
Framleiðslulönd: Palestína, Ísland, Luxembourg, Tyrkland
Áætluð lengd: 90 mín.
Áætluð frumsýning: vor 2019

Tengiliður: Fahad Jabali - fahad.jabali@gmail.com

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Framleiðslustyrkur 2018 kr. 7.000.000